1 maí

Fyrsti maí

Árið 1889 komu saman til fundar í París leiðtogar verkalýðssamtaka frá ýmsum löndum, til dæmis Englandi, Frakklandi, Þýskalandi, Rússlandi og

Bandaríkjunum svo einhver skulu nefnd. Þessi tími og staður var valinn í tilefni þess að 100 ár voru liðinn frá falli Bastillunar.

Tilefni þessa fundar var að skipuleggja verkalýðshreyfingar  í viðkomandi löndum. Tímasetningin átti að minna á blóðbað sem varð í Haymarked í Chigago 1.mai 1886..

Verkamenn við lagningu  járnbrautar nærri Chigago lögðu þá niður vinnu og kröfðust 8 stunda vinnudags.

Mótmælendur söfnuðust saman á “Haymarket”  torginu í Chigago. Mikill viðbúnaður var af hálfu lögreglu. Um 400 lögreglumenn réðust til atlögu við verkafólkið í þeim tilgangi að leysa upp þennan mótmælafund.

Skyndilega var kastað inn í mannfjöldann heimasmíðaðri  handsprengju.

Það varð til þess að lögregla og mótmælendur fóru að skjóta hverjir á aðra.

7 lögreglumenn og 21 mótmælandi létust í þessum skotbardaga.

8 mótmælendur voru handteknir sem sagðir væru stjórnleysingjar, og ákærðir fyrir sprengjukastið.

4 þeirra voru dæmdir til hengingar.  3 þeirra voru hengdir. 1 framdi sjálfsvíg og dómum 4 breytt í fangelsisvist.

1893 var þetta mál tekið upp og kom þá í ljós að um réttarmorð hafi verið að ræða, því að engar sannanir fundust um að þeir hefðu verið viðriðnir sprengjukastið