Gamalmennin

Gamalmennin

Þetta er píslarsaga gamalmenna í Grafarvogi. sem byrjaði einn sólskinsdag í júlí árið 2014.

Þeir félagarnir tveir eru hátt á áttræðis aldri og voru á göngu í hverfinu sínu. Veðrið var svona og svona, sólskin en leiðinda strekkingur að norðan. Hitinn í kringum 10 gráður.

“Sérðu þetta segir annar þeirra ?”

“Ha hvað ? ” svarar hinn. “Nú þessa þarna á bikiníinu ” hann bendir á svalir nærliggjandi húss.

“Þetta er nú bara ekki hægt á bikiníi í þessu roki og hitastigið eins og það er, þetta er ekki nein smá skvísa.”

Þeir tóku ekki eftir því alveg starx að það var glerverk fyrir svölunum.

“Sérðu maður, það er gler fyrir svölunum, þá er bara logn á þeim, og sólin skín á kroppinn hennar, ætli sé bara ekki Majorkaveður þarna á svölunum ?”

Það er bara glerverk fyrir tvennum svölum, ef til vill er bara ekki búið að setja glerverk á hinar 18 svalirnar á húsinu.

“Við ættum að láta gera svona hjá okkur” segir annað gamalmennið.

“Hvað ætli þetta kosti ?”

“Ætli maður geti ekki keypt þetta í BÍKÓ eða BAUHAUS.?”

Svo fer að þeir finna fyrirtæki sem selur svona glerverk.

“Við erum að spá í glerverk fyrir svalirnar hjá okkur” segja þeir.

“Ekkert mál þið þurfið bara að láta teikna glerverkið og fá svo byggingarkalífatið í Borgartúni til að samþykkja teikningarnar.”

Þeir hafa upp á teiknaranum sem teiknaði húsið, og fá hann til að teikna glerverkin, sem eru stöðluð gæðaverk frá Þýskalandi. Teiknarinn telur heppilegra að teikna á allar svalirnar, eftir að upplýsingar frá Kalífatinu í Borgartúni um efasemdir um samþykki teikninga fyrir tvennar svalir hafði borist teiknaranum.

 

Passía gamalmennanna.

Það voru haldnir fundir og svo fleiri fundir og enn aðrir fundir um þetta flókna mál hjá Kalífatinu. Við töldum að það hafi þurft að hella uppá könnuna minnsta kost fimm sinnum. Svo fæddist reikningur fyrir byggingarleyfi og úttektir fyrir 20 glerverkum.

Gamalmennin vissu ekki sitt rjúkandi ráð, en höfðu samband við Kalífatið í Borgartúni, og nöldruðu yfir þessari afgreiðslu. Þeir sögðu eins og var, það hafi bara verið tvö glerverk á svölum hússins sem skvísan var á, af mörgum svölum.

Svar Kalífatsins var  “borgar ekki húsfélagið?”  Varðandi glerverkin sem skvísurnar voru bakvið, sagði kalífatið. Þessi  glerverk sem þið

sáuð skvísuna innan við, gæti hafa verið gert í óleyfi Kalífatsins.

“En við erum bara tveir sem ætlum að fá okkur glerverk,” sögðu gamalmennin.

Þeir vissu ekki að Kalífinn sem býr í Borgartúni réði yfir svona voðaverkum í Reykjavík eins og glerverki á svalir. Heldur ekki að Soldáninn  væri búsettur við tjörnina í höll sem heitir Ráðahús.

Hvað geta gamalmenni gert þegar Kalífatið er annarsvegar ?

“Verðum við ekki bara krossfestir ?” sagði annað gamalmennið.

“Jú áræðanlega nema við flýjum Kalífatið” sagði hitt gamalmennið.

“Þeir eru víst í verkfalli sem sjá um flutninga frá Kalífatinu, svo við verðum bara að leggjast á bæn, og skrifa svo Soldáninum  kvörtunar bréf” sagði annað gamalmennið. “Amen” sagði hitt gamalmennið.

Þetta er nú bara búið að taka eitt ár. “Gætum við fengið UMBA borgarbúa til að tala máli okkar við Kalífatið, hann er ókeypis, og er sérfræðingur um svona mál.”

Nú snúa gamalmennin sér til UMBA borgarbúa og skýra sitt mál. UMBI segir þegar gamalmennin hafa lokið sínum skýringum. “þetta er ekkert mál eitt símtal við Kalífan í Borgartúni “copy paste” og málið er leyst”

Tíminn líður Kalífatið sendir eitthvert bull til UMBA um að þeir munu hafa látið teiknara sína leiðbeina eitthvað varðandi þessi glerverk. Gamalmennin spurðu hvorn annan “var þér leiðbeint?”  “Nei” var svar þeirra beggja.  Hverjum var leiðbeint og hverjar voru leiðbeiningarnar ?

Í útvarpinu var verið að segja frá aldri fólks um víða veröld. “heyrðir þú þetta?” spurði annað, gamalmennið. “Heyrði hvað?” svarar hitt gamalmennið.

“Nú þetta með meðalaldur okkar karl-gamalmenna á Íslandi.”

“Nei hvað með það ?”

“Nú hann er 76,6 ár ef ég hef tekið rétt eftir. ”

” Æ æ þá erum við að falla á tíma með þessi glerverk okkar.”

“Ég sé ekki betur en við verðum að senda Kalífatinu afsökunarbeyðni og biðjast afsökunar á þessari ósvífni okkar að fara fram á að fá að byggja þessi  glerverk.” Hvað með hina 18?” spyr hinn gamlinginn.

“Ef við skiljum þetta rétt þá fá þeir allara náðarsalega að borga dagsektir eftir tvö ár.”

“Ja hérna mér datt þetta í hug” sagði annað gamalmennið.

“Eigum við ekki að spyrja UMBA borgarbúa einu sinni enn hvort ekki sé hægt að leiðrétta þessa leyfisveitingu sem við báðum ekki um ? UMBI borgarbúa sagði að þetta væri bara eitt símtal og svo “copy paste”, og allt væri eins og við óskuðum.”

Hringing frá UMBA borgarbúa til annars gamlingjans fól í sér niðurstöðu hans sem kom gamlingjunum  á óvart svo ekki sé meira sagt.

UMBI borgarbúa sagði að best væri fyrir okkur gamalmennin að sætta okkur við orðinn hlut ! og vera ekki að rífa kjaft. “Hvað með þetta símtal við Kalífann sem þú sagðir að myndi kippa öllu í lag,” spurði gamlinginn.

“Ha hvaða símtal?” sagði UMBI.

” Nú þetta sem þú minntist á á fundinum sem við áttum með þér, þú sagðir eitt símtal við Kalífann i Borgartúni væri nóg til að leiðrétta þessa dellu með ótal byggingarleyfi fyrir glerverkum sem enginn sótti um byggingarleyfi fyrir.

“En hvað með hótanirnar sem fylgdu byggingarleyfinu sem við sóttum ekki um, þar er þeim sem ekki klára byggingu glerverka innan tveggja ára hótað dagsektum?”

“Iss það er ekkert að marka þær, Kalífatið er ekkert að ganga eftir umsvoleiðis vitleysu, og ef eitthvað svoleiðis kemur upp, þá bara tökum við á því þegar þar að kemur.”

En hvað með spurninguna um hver sótti um byggingaleyfi fyrir öllum þessum svalaskjólum?” spurði gamalmennið.

“Humm ja það er nú það,” svaraði UMBI borgarbúa.

“Hver fékk leiðbeiningar frá Kalífatinu og hverjar voru þær leiðbeiningar?” spurði gamlinginn.

“Humm ja það er nú það” svaraði UMBI borgarbúa.

Nú fara gamalmennin í bílskúrinn heima hjá öðru gamalmenninu, og fá sér kollu.

“Heyrðu ” segir annar gamlinginn, “það er víst til annar UMBI.” “Hvaða UMBI er það?” spyr hitt gamalmennið. “Ertu ekki bara farinn að finna á þér.” Nei nei ég heyrði þetta í strætó. Það voru einhverjar kerlingar að tala um það, út af því að þær höfðu leitað til sama UMBA og við. Önnur sagði að þessi UMBI borgarbúa réði ekkert við Kalífatið í Borgartúni, hann gæti bara úrskurðað um tekex úthlutanir til fátæklinga, hvort sá sem kvartar eigi rétt á tveimur eða þremur kexpökkum frá fátækrahjálpinni.”

“En hún var eitthvað að tala um UMBA-ALÞINGIS það væri sko UMBI í lagi, kynni allt lagasafnið utanað og líka helling af danska lagasafninu.” “Heldur þú að hann ráði eitthvað við Kalífann í Borgartúni?”

“Ekki gott að segja, við ættum þegar rennur af okkur, að hafa samband við þennan UMBA-ALÞINGIS. ”

 

Nú Gúggla þeir þennan UMBA-ALÞINGIS, Gúggul segir að hann sé rétti maðurinn fyrir þá að nöldra í, fyrst UMBI borgarbúa hafi verið látinn bíta gras af Kalífatinu í Borgartúni.

Gamalmennin setja nú saman bréf til UMBA-ALÞINGIS. Í því lýsa þeir atburðarás viðskipta sinna við Kalífatið í Borgartúni og hvernig UMBI borgarbúa hafi ekki ráðið við Kalífatið og sagt okkur bara að hætta þessu nöldri.

Þeir eru búnir með ölið þegar UMBI-ALÞINGIS hefur samband og vill fá tímasetningar á atburðum.

Þeir setja saman bréf sem sýnir atburðarásina með dagsetningum.

Fréttir berast frá UMBA-ALÞINGIS, þess efnis að hann UMBI hafi sent fyrirspurn til Kalífatsins og gefið því frest til 15. nóvember 2014 til að svara fyrir sig, og gefa skýringar varðandi nöldrið í þessum gamlingjum.

Þegar engin svör höfðu borist frá Kalífatinu, sendi UMBI ítrekun sem Kalífatið svaraði ekki heldur. UMBI gefst ekki upp og sendi enn ítrekun.

22.febrúar 2015 skeður það að annað gamalmennið fær hringingu frá Kalífatinu. Erindi Kalífatsins er að fá gamlingjanna á fund til sín í Kalífatið til að útkljá þetta flókna svalaskjólsmál. Fundur með Kalífatinu er ákveðinn 6.mars 2015 kl. 11:00 í höfuðstöðvum Kalífatsins að Borgartúni eitthvað.

Gamlingjarnir mæta í Kalífatið á tilsettum tíma. Þar tekur á móti þeim maður sem titlar sig lögfróðan en er að tign, Imam og næstráðandi Kalífans.

Imam þessi segir gamlingjunum að ekki sá hægt að afturkalla leyfi sem einu sinni sé búið að gefa út. Þeir séu með svo gamla útgáfu af exel að forritið ráði ekki við það.

Svo er líka búið að fjarlægja takkann sem hét einu sinni “del” eða eitthvað svoleiðis.

Imaminn leggur nú fyrir gamlingjanna flókna reikninga um hvernig Kalífinn hugsi sér að leysa þetta flókna leyfismál. Gamlingjarnir hlusta og sannfærast að lokum um að einfaldast sé að segja bara já takk, því þeir sáu fram á að þeim entist ekki aldur til að fá þetta leiðrétt.

Nú var gert samkomulag um endurgreiðslu og niðurfellingu gjalda.

Imaminn sagði, að ef exel leyfði myndi hluti endurgreiðslunnar ganga á móti því leyfi sem gamlingjarnir vildu að væri í gildi það er leyfi fyrir tveimur glerverkum.

6.mars 2015 var þetta samkomulag gert við Imaminn lögfróða.

Þegar þetta er skrifað 5. Maí 2015, hafa engar endurgreiðslur borist til þeirra gamlingjanna tveggja.

En aftur á móti barst til gamlingjanna bréf frá UMBA ALÞINGIS þess efnis að málið væri leyst.

Ja hérna hér, svona getur lífið verið.

 

 

 

 

 

khilafath(n).is

Eftir á að hyggja.

 

Óskar og Torfi eru báðir á hvolfi,

ljóskan ekki alltof skýr.

Heimta sífellt meira af torfi,

skelfing er dyggðin rýr.

 

“Hvað finnst þér um þetta?” sagði hitt gamalmennið.

 

Óskar og Torfi skipar skyldu þá,

skulum vér allir jörðu á

kunngjöra það torf með döprum hug,

sem Kalífinn fyrir oss auma sauð.

 

Innra mig loksins angrið sker,

æ, hvað er lítil rækt í mér.

Óskartorfi er kvalinn í minn stað.

Of sjaldan hef ég minnst á það.

 

“Er þetta ekki bara einhverskonar passíusálmur ?”