Bjartur dagur

Bjartur dagur

Í dag skín sólin á sandinn

í dag er sól í samviskunni

í dag er engin skuggi

í dag býr vonin bjartsýn í sálinni

hann þorir ekki að sofna

allt verður svart ef

hann lokar augunum

því þá hverfur sólin

Myrkur

Í myrkrinu læðast um fjármála bófar

kötturinn horfir á þá og mjálmar

þegiðu þarna köttur

þú hefur ekkert vit á peningum

kötturinn horfir á þá og mjálmar

Þú ert ekkert

Þú ert ekki skáld

þú átt ekkert með að skrifa

þú er ættlaus

þú ert vitlaus

þú verður ekkert

þú skalt hætta

þú ert eins og köttur