Flótti

Flótti

Hann flúði að heiman

hann flúði út á götu

hann flúði úr borginni

hann flúði úr landinu

hann kom til lands

hann hélt það land væri gott

hann hraktist milli gaddavíra

hann fann ekkert réttlæti

hann fann enga miskunn

hann fann enga samúð

hann hraktist frá gaddavírunum

hann var svangur

hann var þyrstur

hann þráði ást

hann lá í ræsinu

hann var ónothæft rusl

hann var með kúlu í hjartanu

hann var dáinn.