Haninn
Þjóðartákn Portúgala er hani.
Þetta vita náttúrulega allir sem einhvern tíma hafa komið til Portúgals.
Portúgalir búa til hana af öllum mögulegum gerðum stóra og smáa skrautlega svo af ber. Þessa hana selja þeir erlendum ferðamönnum og útrásarvíkingum, allt gott um það að segja.En hvernig kom það til að Portúgalir völdu hanann sem þjóðartákn ?
„Galo de Barcelos“er í augum Portúgala tákn heiðarleika, trausts og virðingar.
Það skeði árið 1254 (um sumarið ) hræðilegur atburður í bænum Barcelos í Portúgal. Barcelos er norðan við borgina Porto þaðan sem púrtvínið kemur. Rétt þar hjá er bærinn Braga. Hvort Braga kaffið er þaðan fylgir ekki þessari sögu.
Nú glæpur hafði verið framinn í bænum, sem fógetinn og hans menn gátu með engu móti upplýst. Það höfðu pottar brotnað eða verið brotnir, en Barcelos var fræg um þessar mundir fyrir potta-og krukkugerð.( þá varð til orðatiltækið víða er pottur brotinn) Hvað um það, fógetar þess tíma voru þekktir fyrir að refsa sekum og enginn glæpur mátti vera óupplýstur.
Svo vildi til að pílagrímur nokkur hafði komið til bæjarins daginn áður á leið sinni til „Santiego de Campostelle.
Nú ganga menn fógetans hús úr húsi og spyrja hvern einasta íbúa hvort hann hafi framið „glæpinn“ Alli sögðu, nei það var ekki ég, alveg eins og útrásarvíkingarnir hér á landi sögðu.
Nú eru góð ráð dýr, þetta verður að upplýsa, og refsa þeim seka.
Nú dettur einum af mönnum fógetans það snjallræði í hug að segja að pílagrímurinn væri sekur um þennan „glæp“.Hann var umsvifalaust handtekinn og færður fyrir dómara, sem kvað upp þann dóm að pílagrímurinn skyldi hengdur fyrir brotið.
Það skipti engu þó að pílagrímurinn harðneitaði að vera viðriðinn þennan „glæp“.
-Ég hef aldrei brotið pott sagði pílagrímurinn. Dómarinn var úrillur og nennti ekki að jagast í fógetanum um rannsóknina, svo var hann líka orðin svangur.
Pílagrímurinn bað nú sem síðustu ósk dauðadæmds manns að mega koma einu sinni enn fyrir dómarann. Við þessari ósk varð fógetinn.
Dómarinn sat að snæðingi með fógetanum og öðrum frammámönnum í bænum. Á borðum var svínabógur og „vino verde“ sem er óþroskað hvítvín fölgrænt á lit.
-Svo þú segist saklaus segir dómarinn við pílagríminn.
-Já það sver ég frammi fyrir guði almáttugum og heilögum anda með, að ég er saklaus.
Dómarinn glotti framan í fógetann og vini sína og spurði pílagríminn, – hvernig ætlar þú að sanna sakleysi þitt ?
Í þessum töluðu orðum gekk þjónn inn í salinn með grillaðan hana á fati.
-Ef frásögn mín er sönn um sakleysi mitt og heiðarleika sagði pílagrímurinn, mun haninn rísa upp og gala þrisvar.
Það skipti engum togum að haninn reis upp og galaði þrisvar svo hátt að fógetinn og vinir hans fengu hellu fyrir eyrun.
Dómarinn sem var fölur eftir hanagalið fyrirskipaði að pílagrímnum skyldi tafarlaust sleppt, Hann hafði engan áhuga á að fá yfir sig reiði Guðs og heilags anda.
Eftir þennan atburð varð haninn í augum Portúgala tákn um heiðarleika, traust og virðingu.
Talið er að nafn landsins sé komið úr latínu „Portus Cale“ sem þýðið falleg höfn, aðrir telja nafnið komið frá Aröbum sem eitt sinn réðu landinu þeir kölluðu það „Portugalia“ sem þýðir einfaldlega appelsína á arabísku.
Gátan.
Hvað er stærra en Guð ?
Hvað er illskeyttara en skrattinn ?
Fátækir eiga nóg af því.