Genesis-1

 

Guð var sex daga að skapa himin og jörð með öllum þeim lifandi verum sem honum datt í hug og er það ekkert smávegis sem honum datt í hug. Snákar, tígrisdýr, hestar ..… og rottur og margt meira, allskonar eins og borgarstjórinn sagði, fuglar og fiskar og ormar margskonar, Hann bjó til mann úr leir sem hann blés líf í.

Hann var orðinn þreyttur og lúinn svo hann kastaði sér og sofnaði. Áður hafði hann skapað kvenynju úr einu rifi leirmannsins.

Guð tók nú til við að gera garð fyrir mannin og konuna til að eiga heima i. Þennan garð kallaði hann Eden. Af illkvittni hafði hann plantað tréi í honum miðjum sem á uxu epli. Þetta tré kallaði hann skilningstré en réttnefni þess er frekar skilningsleysistré.

Öðru tré hafði  Guð plantað sem hann kallaði eilífðartré. Ávöxtur þess trés hafði þau áhrif  að sá sem neytti hans, yrði ódauðlegur og lifði að eilífu. Svo voru plómutré, appelsínutré, perutré, jarðarberjaling, allt mögulegt annað bæði ætt og óætt.

Það er hald manna að Eden hafi verið þar sem fljótin Tigris og Efrat koma saman, sem svo renna í Persaflóa.

Hliðvörður að Eden var svo sjálfur Gabriel erkiengill, sá sami og birtist Muhameð laungu laungu síðar og sagði honum skilaboð frá Guði sem varð til þess að til varð Múhameðstrú.

Allt meira og minna rugl.

Þegar Guð hafði skapað manninn í sinni mynd, svæfði hann manninn og reif úr honum eitt rifbein og hnoðaði leir á það og gerði konuna úr því. Guð leiddi nú konuna til mannsins.

Þá sagði maðurinn “þetta er bein af mínum beinum og leir úr mínum leir. Úr því hún er af karlmanni tekin skal hún heita karlynja.”

Guð skipar svo fyrir að þau hjónaleysin megi alls ekki fá sér epli af þessu skilningstréi, né lífsinstréi. Er svo um hríð, að þau fá sér einungis jarðarber, krækiber og perur því af nógu er að taka. En karlynjan Eva horfir á tréð og í eðli þeirra sem Guð skapaði er bæði forvitni og svo óskulítil óhlýðni.

Nú þar sem hún stendur þarna skríður til hennar snákur mjög svo skrautlegur.

Hann segir við Evu “ertu ekki svöng?” “Nei” segir Eva. “Þessi epli eru þau bestu sem ég veit um segir snákurinn, þú ættir bara að smakka, þetta eru DOLE epli.”

Eva horfir á snákinn og segir “Guð bannar að það sé etið af þessu tré.”  “Iss honum er áræðanlega sama þótt þú smakkir smá.”

Eva fær sér nú eitt epli og bítur í, “þetta er dásamlegt epli,” svo kallar hún á Adam og gefur honum bita. Í þessu rennur upp ljós og skilningur fyrir þeim Adam og Evu.

Eva segir, “hvað er að sjá þig maður settu eitthvað fyrir þig miðjan.” Adam horfir á Evu og sér að hún lítur öðruvísi út en hann. Hann segir, “hvað er að sjá þig, þú ættir að setja eitthvað fyrir það sem ég veit ekki hvað heitir, fíkjublað eða eitthvað. “

Þau gera svo.

Guð er að ráfa um garðinn í kvöldsvalanum og sér að eitt epli vantar á tréið góða. “Hvað er að sjá? hefur einhver fengið sér epli af téinu.” Svo kallar hann “hvar eruð þið ?”

“Bak við tré” segir Adam. “Hvað eruð þið að gera þar?” “Bara” segir Adam.

“Fékkstu þér epli af trénu sem ég bannaði ykkur að borða af ? “Adam svaraði, “hún gaf mér bita.” Eva sagði, “snákurinn sagði að þetta væri í lagi það væru DOLE epli svakalega góð.”

“Bölvuð skuluð þið vara, þú kona skalt kveljast í hvert skipti sem þú fæðir barn. Þú maður skalt hypja þig úr þessum garði og rækta þín tré sjáfur.” Eva hvíslar að Adam, “hvað er að fæða barn ?”

“Hef ekki hugmynd” segir Adam, “eigum við að spyrja Guð?”

“Þú snákur skalt éta mold til eilífðar,” segir Guð.

Nú hafði þau fengið nöfn, hún hét Eva og hann Adam. frá þeim eru allir menn og konur á jörðinni komin.

Þau fara nú burt úr Eden og setjast að fyrir austan aldingarðinn. Þar er talið að hafi heitið NOD eða nomannsland.

Þar sem ekki var útvarp og ekki sjónvarp á heimili þeirra, fundu þau sér til afþreyingar að máta saman miðjur sínar. Það þótti þeim  gott og mikið sport og höfðu ómælda ánægju af.

Það er af þeirri mátun að segja að Eva tók á sig mynd sem Adam var hugsi yfir. Því skyldi Eva fitna svona hugsaði hann, ekki hefur  hún borðað svo mikið.  Um síðir fæðir Eva barn með mikilli kvöl og pínu, það reyndist vera drengur og var nefndur Kain. Enn  héldu  Adam og Eva að máta miðjur sínar, þetta varð til þess að Eva fæddi annan dreng einnig með mikilli pínu og kvölum, alveg eins og Guð hafði fyrir mælt. Sá var nefndur Abel. Svo var Set getin sem varð víst 912 ára.

Þeir bræður fóru báðir í búnaðarháskóla, Kain lærði að meðhöndla

fræ og gras og rækta jarðarber.

Abel lærði á svína-nauta og rollurækt.

Báðir voru þeir færir hvor á sínu sviði.

Nú fengu þeir bræður þá flugu í hausinn að færa Guði fórnir.

Kain gerði hristing úr grænum og rauðum ávöxtum með smá gulu í

 

 

 

 

Abel afturámóti slátraði lambi og steikti úr þess eigin feiti.

Guð smakkar nú á grænmetis glundrinu, “ojbarasta hvers konar fórn er þetta eiginlega ?  Hvernig dettur drengnum í hug að búa til svona viðbjóð ?”

Guð smakkar svo á lambasteikinni. “Namminamm þetta er sko almennileg fórn.”

 

Kain er grjótfúll út í Guð og Abel. Hann bíður Abel í göngutúr á einum akra sinna. Þar drepur hann Abel.

Þegar svo Kain hafði játað á sig drápið á bróður sínum,  varð Guð arfavitlaus og sagði honum að snauta burt. En Guð vildi ekki að neinn dræpi Kain svo hann setti á ennið á honum merki sem þýddi “ekki drepa”.