Genesis-2

Englar kvæntust dætrum manna

Synir Guðs höfðu samfarir við dætur manna, af þeim samförum sköpuðust menn og konur, sem smá saman myndaði samfélög á jörðinni.

Þetta voru afkomendur Adams og Evu.

Guð sem áður hafði sagt að sköpun sín hefði verið góð, sagði nú að allt væri vont og fúlt. Mennirnir væru bara glæponar ! og best væri að drekkja öllu klabbinu, dýrunum líka og fuglunum. Skriðkvikindum bara öllu klabbinu.

En Guð sá í hendi sér að ef hann gerði það þyrfti hann að byrja uppá nýtt. Því nennti hann ekki, svo hann fór að leita að einhverjum sem gæti reddað eintökum af þeim tegundum smáum og stórum sem hann hafði skapað. Eftir eftirgrennslan fann hann Nóa sem var ekki nema 950 ára. Nói þessi átti konu og þrjá syni, þá Sem, Kam og Jafet.

Guð segir við Nóa, “kæri Nói minn þú ert sá eini sem ég treysti til að framkvæma fyrir mig það sem mér datt í hug.

Svo er mál með vexti að ég ætla að þurrka allt líf af jörðinni stórt og smátt.”  Nói horfir á Guð sinn og segir, “er ekki hægt að gera eitthvað annað? Þú skapaðir þetta allt saman eftir þinni mynd.”

“Þetta voru alger mistök alltof mikið af glæponum, það er einfaldast bara að drekkja þessu hyski öllu saman.”

“Nú Nói minn, skalt þú smíða skip sem rúmar tvo einstaklinga af hverri dýrategund kvenkyns og karlkyns, smala þessu um borð og svo drekki ég hinum sem eftir verða.”

“Meinarðu þetta virkilega, Guð minn góður?”

“Já og drífðu þig nú, ég fylgist með og þegar allt er tilbúið, set ég allt á kaf.” “Hvað með syni mína og tengdadætur spyr Nói?” “Þú tekur þau bara með, þið hjónin eruð orðin svo gömul að ekki er von á fleiri krógum frá ykkur hjónunum. Einhverjir verða að viðhalda mannfólkinu.”

Nú gefur  Guð þau fyrirmæli að Nói skuli taka með sér í örkina tvennt af hverju nema sjö eintök af hreinum dýrum og fuglum. Svo hef ég reiknað út að skipið þurfi að vera 300 álnir að lengd, 50 álnir að breidd og svo sem 30 álnir á hæð,  “Þú mátt alveg hafa það ögn stærra ef timburlengdir  eru þannig.  Svo setur þú dyr á miðjuna og einhverja glugga svo birta berist inn, annars verða dýrin myrkfælin.

Svo máttu gera húskofa fyrir þig og börnin á þilfarinu.

Drífðu þetta nú af,  því eftir sjö daga læt ég rigna í fjörtíu daga og fjörtíu nætur.

Þá verður allt komið á bólakaf, og enginn sem ekki er í skipinu mun lifa þetta flóð af, sem ég vil kalla syndaflóð.

Þetta gékk eftir það ringdi í 40 daga og 40 nætur. Allt komið á sullandi kaf og allt dautt sem ekki var i skipinu, sem síðari tíma menn nefndu örkina hans Nóa.

Flóðið stóð í 150 daga.

Þegar vatnið hafði sjatnað og þurrlendið kom upp úr vatninu sagði Guð við Nóa. “Opnaðu hliðardyr skipsins og hleyptu öllum dýrum, ormum, snákum og kóngulóm út svo þau geti átt afkvæmi og fyllt jörðina af fjölbreyttu lífi. Settu svo alla fugla út og segðu þeim að fljúga út í heim og verpa eggjum hvar svo sem friður er til þess.”

Nói gerir svo, nema hann skilur frá hin hreinu dýr og fugla. Hann slagtar nú hluta af þessum dýrum og fuglum og setur á grillið.

Guð finnur lyktina af grillinu og þykir hún harla góð.

Guð kemur til Nóa og segir, “það mætti pipra þetta aðeins meira, jafvel setja óskulitla basilíku og jafnvel sílípipar með.”

Nói gjörir svo. Svo setjast þau kringum grillið Nói og fjölskylda hans ásamt Guði og háma í sig kétið.

Guð blessaði Nóa og hans fólk, hann sagði að hann mundi gera sáttmála við þau. Sáttmálinn var að hann Guð myndi ekki drekkja öllu lifandi á jörðinni aftur, sama hvað á gengi.

En sagði Guð, “verið frjósöm og fyllið jörðina af fólki.”