Rigning
Svartur dagur
dagurinn er svartur sem samviskan
rigning í dag
rigning í gær
rigning í fyrradag
rigning á morgun
rigning hinn daginn
rigning rigning rigning.
Í skugga samviskunnar
felur dauðinn sig
hann bíður rólegur
hann veit að hann nær þér
brátt verður þú í
heimsókn hjá honum
þá skipir ekki máli
hvort það er rigning
Bjartur dagur
Í dag skín sólin á sandinn
í dag er sól í samviskunni
í dag er engin skuggi
í dag býr vonin bjartsýn í sálinni
hann þorir ekki að sofna
allt verður svart ef
hann lokar augunum
því þá hverfur sólin