undir það. Hvernig það á að fasast út var ekki skýrt.
Á aðalfundinum 1.september 2021var svo samþykkt að breyta fyrstu grein samþykkta Korpúlfa á þann veg að í stað samtök verði félag.
RB áréttaði með vísan til orðabókar Árna Böðvarssonar, að samtök væri sama og félag.
Mín skoðun er sú að þar var verið að lítilsvirða ákvörðun frumherja félagsins eða jafnvel vanvirða gjörðir þeirra.
Skýring Haraldar sem var fundarstjóri var þessi:
‘‘íslenskur venjulegur málskilningur er sá að samtök séu samtök fleiri félaga en eins“
Svar frá Háskóla Íslands varðandi þessa fullyrðingu var svona:
Sem fullyrðing er þetta orðalag klaufalegt: “að samtök séu samtök fleiri félaga en eins”
Þetta er sjálfsvísandi orðalag (samtök séu samtök)og það getur ekki staðist.
svar 2 frá Vísindavef Háskólans er þetta:
Þakka þér fyrir spurninguna “hvað þýðir orðið samtök” sem þú sendir á Vísindavefinn.
Samtök merkja t.d. félag, sameiginlegt fyrirtæki.
Svo mörg voru þau orð. Það eru þó nokkur félög sem heita SAMTÖK, svo einhver séu nefnd:
1. Samtök aldraðra.Í samþykktum þeirra segir.Félagsmenn geta orðið einstaklingar sem eru fjárráða, hafa náð 50 ára aldri og eiga lögheimili á félagssvæðnu…………
2. Samtökin 78. Félagi getur hver sá gerst sem vill styðja félagið og vinna að markmiðum þess………….
3. Samtök sykursjúkra. Félagar geta orðið: Sykursjúkir og velunarar þeirra,sem styðja vilja tilgang félagsins.
4. Korpúlfar. Félagar geta þeir orðið sem þess óska og eru búsrttir í Grafarvogi og náð hafa 60 ára aldri……….
Hér kemur svo skýring Wikipedia
Samtök eru hópur tveggja eða fleiri manneskja sem vinna saman í því að framkvæma verkefni til þess að ná einhverju sérstöku marki. Samtök gera meðlimunum sínum kleift að afreka mörk, framleiða vörur og/eða þjónustur og byggja sambönd við önnur samtök. Til eru mismunandi gerðir af samtökum, til dæmis fyrirtæki, góðgerðarstofnanir, alþjóðasamtök, sameignarfélög, stjórnmálaflokkar og háskólar. Samtök eru til innan samfélags.
Samtök eru oft formleg og eru ólík óformlegum hópum eins og fjölskyldum, ættflokkum, vinahópum og nágrennum.
Af þessu má ætla að skýring fundarstjórans á aðalfundi Korpúlfa hafi verið til að blekkja fundarmenn.
Hver tilgangur sjöunda formanns Korpúlfa er með þessari breytingu, er því enn óskýrður þegar þetta er skrásett.
Varðandi fésbókarfærslu Theodórs áttunda formanns Korpúlfa 19.02.2022 þar sem segir að heimasíðunni hafi verið lokað fyrirvaralaust má sjá hér á undan að 3.maí 2021 og svo aftur 6 ágúst 2021 var það augljóst að ef fyrstu grein samþykkta yrði breytt myndi heimasíðan ekki standa Korpúlfum til boða.
|