Gjafir+

Gjafir

Hvað fékkstu í jólagjöf ?

Svekkelsisgraut með undanrennu.

Hvað fékkstu á Bóndadaginn ?

Efasemdasúpu þunna og ekkert með.

Hvað fékkstu í afmælisgjöf ?

Þykkan vonbrygðagraut með vatni.

 

Draumur um sólarströnd

Hann var tuttugu ár í skóla

hann var tuttugu ár í basli

hann var tuttugu ár að ala upp króa

hann fékk svo tíu ár þolanleg

hann var nokkur ár í drauma heimi

hann fékk svo martröð

hann lést án þess að sjá sandinn