Genesis-3

Það er af Nóa að segja að hann gerðist garðyrkjubóndi, plantaði vínviði og allskyns ávaxtatrjám. Talið er að hann hafi fundið upp spelt-hveitið. Þekktastur var hann fyrir víngerð bæði rauð, hvít og rósa.

 

 

 

Eitt sinn þegar hann hafði smakkað helst til mikið af vínum sínum,

sofnaði hann í tjaldi sínu. Það var alveg óvart. En hann hafði fækkað fötum við smökkunina og lá þarna í tjaldinu kviknakinn.

Kam sonur Nóa ráfar inn í tjaldið og sér föður sinn nakin, hann fer til bræðra sinna og segir, “vitið þið bara, pabbi er kviknakinn í tjaldinu blindfullur og steinsofandi.”  þeir bræður Sem og Jafet kíkja inn í tjaldið, fórna höndum og leggja yfir föður sinn skikkju, til að hylja nekt hans.

Um síðir vaknar Nói skelþunnur. “Hvaða drusla er þetta eiginlega segir hann.” Jafet verður fyrir svörum og segir “Kam sá þig á sprellanum og fékk okkur til að breiða yfir þig þess skikkju, þetta er Álafoss vaðmál af bestu gerð.”

Nói varð arfavitlaus og bölvaði Kam.

Bölvaður sé Kanaan,

“auvirðilegur þræll sé hann bræðra sinna.”

Og hann sagði:

“Lofaður sé Drottinn, Sems Guð,

en Kanaan sé þræll þeirra.

Guð gefi Jafet mikið landrými,

og hann búi í tjaldbúðum Sems,

en Kanaan sé þræll þeirra.”

Þessi ræða Nóa er höfð eftir samtímamönnum hans. Þarna má sjá hvernig vín getur farið með menn, þeir ruglast og sjá ekki það sem þeim er gert gott.  En á þessum árum var ekkert SÁÁ til, skál.

Nói lifði í 350 ár eftir flóðið, hann gerði margar uppgötvanir í víngerð. Það var Nói sem byrjaði að blanda saman víntegundum frá mismunandi vínberja-tegundum. Þannig varð til Sauvignon, Cabernet, Syrah og margar fleiri tegundir, bæði rautt, rósa og hvítt.

Það er af sonum Nóa að segja að þeir áttu börn og barnabörn sem dreifðust um jörðina, sum settu fyrir sig landbúnað, sum byggingarlist, önnur tónlist.

Það er undarlegt og obbolítið skrítið að allt sem Guð gerði skyldi vera svona meingallað að hann sá ekki önnur ráð en drekkja því öllu.

Á fylgiskjali 2 má sjá ættartölu sona Nóa eins og Móses skráði hana í bókina miklu. Uppkastið skráði hann í IBM tölvuna sem Siggi í Raupklink átti eftir að nota í bankanum. en það var mörgum öldum síðar                     

Síðar kom á daginn að þeir afkomendur Noa voru engu skárri en fyrirrennarar þeirra,  drápu og rændu allstaðar þar sem þeir fóru um.

Jafnvel í dag er ástandið engu skárra nema hvað ástandið á norðurhveli er heldur skárra. þar eru bara bankaþjófar og fjármálabófar og sauðaþjófar alls ráðandi.

Guð sagði við Abraham.

“Hypjaðu þig burt, farðu bara til Kaananlands eða eitthvað.”

Þegar Abraham hafði skoðað sig um í Kaananslandi og hitt fólkið sem nefndust Kaananítar, reisti hann altari bara svona til að hafa ef hann þyrfti að nota það síðar.

Abraham flæktist um suðurland, en þar var um þessar mundir mikið hallæri, alveg eins og hér á Íslandi um 2009.

Hann hélt svo til Egyptalands, hélt að það væri eitthvað betra.

Abraham hafði konuna sína sem hét Saraí með sér í þessum leiðangri, sú var forkunnar fögur.

Abraham sá það í hendi sér að ef Egyptar vissu að hún væri eiginkona hans, myndi Faraó drepa sig  og gera Saraí að sinni konu.

Hann segir því við Saraí, “ef einhver spyr segðu þá að ég sé bróðir þinn. Þá verð ég ekki drepinn, en það er eins víst að Faraó vilji lulla hjá þér. Það verður bara að hafa það.”

Faraó sem trúði því að Saraí væri systir Abrahams gaf honum geitur, kýr og hænur, ásamt gulli og demöntum.

Tíminn líður og yfir Egyptaland  leggjast plágur og hungur.

Faraó kemst fyrir tilviljun að því að Saraí var ekki systir Abrahams heldur eiginkona hans.

Faraó verður bæði leiður og reiður og líka svekktur. Hann segir við Abraham.

“Hypjaðu þig úr mínu landi með allt þitt hyski og láttu ekki sjá þig hér aftur.”

Með Abraham í þessum leiðangri var náungi sem hét Lot bróðursonur Abrahams.

Þeir voru moldríkir eftir dvölina í Egyptalandi, þeir höfðu doblað Faraóinn upp úr skónum og unnið ógrynni fjár af honum og höfðingjum hans í póker.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeir Abraham og Lot halda nú aftur til suðurlands.

Þegar þangað er komið fara fjárhirðar þeirra eitthvað að rífast og svoleiðis. Abraham segir þá við Lot. “Við skulum ekkert vera rífast eins og þessir fjárhirðar, við bara förum í sitt í hvora áttina og allt í góðu.”

“Í hvora áttina villt þú fara?” spyr Lot. “Mér er alveg sama, ef þú villt  fara til vinstri þá fer ég bara til hægri,” segir Abraham.

 

Þegar hér var komið sögu töluðu allir afkomendur Nóa sama tungumál.

 

Babelsturninn

“Svo bar við, er þeir fóru stað úr stað í austurlöndum, að þeir fundu láglendi í Sínearlandi og settust þar að. Og þeir sögðu hver við annan: Gott og vel, vér skulum hnoða tigulsteina og herða í eldi.  Og þeir notuðu tigulsteina í stað grjóts og jarðbik í stað kalks. Og þeir sögðu: Gott og vel, vér skulum byggja oss borg og turn, sem nái til himins, og gjörum oss minnismerki, svo að vér tvístrumst ekki um alla jörðina.”

Nú Guð var að rápa og heyrði á tal  þeirra, þar sem þeir voru að ráðgera byggingu turns sem átti að ná alla leið upp til Guðs.

 

Í illskukasti ákvað hann að tvístra þessum mönnum og konum. um alla jörðina Af illkvittni ruglaði hann tungumáli þeirra þannig að þeir skildu ekki hver annan. Guð vildi sko ekki að mennirnir byggðu einhvern turn sem næði alla leið upp í eldhúsið hjá honum.

 

Valdafíkn

Þegar Amrafel var konungur í Sínear, Aríok konungur í Ellasar, Kedorlaómer konungur í Elam og Tídeal konungur í Gojím, bar það til, að þeir herjuðu á Bera, konung í Sódómu, á Birsa, konung í Gómorru, á Síneab, konung í Adma, á Semeber, konung í Sebóím, og konunginn í Bela.

 

Snemma byrjaði ofbeldið og valdafíknin, ekki var meiri friður þá en nú, þarna í austurlöndum.

Saddam, Mubarak, Gaddafy og Assad svo einhverjir séu nefndir komu löngu seinna.

“Allir þessir hittust á Siddímsvöllum. (Þar er nú Saltisjór.) Í tólf ár höfðu þeir verið lýðskyldir Kedorlaómer, en á hinu þrettánda ári höfðu þeir gjört uppreisn. Og á fjórtánda ári kom Kedorlaómer og þeir konungar, sem með honum voru, og sigruðu Refaítana í Astarot Karnaím, Súsítana í Ham, Emítana á Kírjataímsvöllum og Hórítana á fjalli þeirra Seír allt til El-Paran, sem er við eyðimörkina. Síðan sneru þeir við og komu til En-Mispat (það er Kades), og fóru herskildi yfir land Amalekíta og sömuleiðis Amoríta, sem bjuggu í Hasason Tamar.”

Það er ekki nóg með að guð hafi gert þá óskiljanlega innbyrðis heldur hefur hann att þeim hverjum gegn öðrum.

Svona hefur það gengið síðan.

Barist er til hægri vinstri og í norðri jafnt sem í austri,vestri og suðri.

Eftir bardagann á Siddímsvöllum, lögðu þeir kóngarnir af Sódómu og Gómoru og aðrir þeir sem biðu ósigur á flótta.

Á flóttanum féllu konungar Sódómu og Gómoru í jarðbiksgröf en nóg var af þeim þarna á völlunum.

Sigurvegararnir hirtu allt fémætt í þessum tveimur borgum Sódómu og Gómoru og höfðu á brott með sér. Einnig tóku þeir sætustu stelpurnar og líka Lot, bróðurson Abrahams.

Þegar Abraham frétti af því að Lot væri hluti herfangs sigurvegaranna, Fíkur í hann og safnar liði til að frelsa Lot. Þeir læddust til Dan og réðust á þessa ræningja sem hann kallaði svo. Það var um miðja nótt.

Hann frelsaði Lot og fór með hann og öll verðmæti heim til sín. Menn hans ráku flótta ræningjanna alla leið til Hóba sem er skammt frá Damaskus, þaðan sem damaskið er frá.

Silkidamask er blanda af silki og bómull en dregur nafn sitt af Damaskus.

En er Abraham hafði unnið sigur á Kedorlaómer konungi og þeim konungum, sem með honum voru, og hélt hann heimleiðis, fór konungurinn í Sódómu til fundar við hann í Savedal. (Þar heitir nú Kóngsdalur.) Og Melkísedek konungur í Salem kom með brauð og vín, en hann var prestur hins hæsta Guðs. Og hann blessaði Abraham og sagði: ” Blessaður sé Abraham af hinum hæsta Guði, skapara himins og jarðar.

Melkísedek var með slyngari víngerðarmönnum þess tíma. Sérstaklega þóttu rósavínin ljúffeng sem hann gerði.

Brauðið var víst ekkert séstakt hjá honum en alveg þolanlegt.

Þá skeður það sem sagnaritarar hafa mikið spegúlerað í Abraham gaf honum 10 prósent af öllu sem hann átti.

Guð gjörir sáttmála við Abram

Þar sem Abraham er búinn að gefa tíund, fór hann að hugsa um hver myndi erfa hann þegar þar að kæmi. Hann hugsaði með sér, ég á enga erfingja konan er óbyrja svo það lítur allt út fyrir fjósamaðurinn erfi hús mitt og allt annað sem ég á.

Þá mælti rödd af himnum ofan. Abraham, Saraí getur sannarlega ekki alið þér erfingja, en hjá henni er Egipska vinnukonan Hagar hún er vel sköpuð og hæfilega gáfuð. Barna þú hana  og málið er leyst.

Abraham gerir svo og Hagar elur honum soninn Ismael.

Ýmislegt hafði gengið á hjá Hagar áður en hún ól Ismael.

Hún hafði lent uppá kant við Saraí og flúið frá húsi hennar.

Engill drottins fann hana hjá vatnsbóli þar sem hún var á leið til Súr. Engill drottins talaði um fyrir henni og bað hana fyrir alla muni að fara heim aftur og sættast við Saraí.

Guð hafði búið þannig um hnútana að Ísmael skyldi vera hvers manns óvinur, bæði bræðra sinna og annarra og allir óvinir hans.

Abraham hét raunar Abram til þessa tíma.

Þá var Abraham 99 ára. Guð sagðist ætla að gera hann að föður margra þjóða, þrátt fyrir háan aldur.

Umskurður og sáttmáli

Guð heimtar að Abraham geri sáttmála við sig, sem hljóðar svo. Þú skalt sjá til þess að allir karmenn verði umskornir, þeir sem núna eru með þér afkomendur jafnt sem þrælar. Hér eftir skal umskera sveinbörn þegar þau verða átta daga gömul. Þetta er staðfesting á sáttmála okkar í milli. Þeir karlmenn sem ekki eru umskornir hafa rofið sáttmála okkar og skulu upprættir úr þjóð sinni.

Af þessu má sjá að perraskapurinn hefur byrjað snemma, og samkvæmt þessum sáttmála ætti þessi umskurður að vera framkvæmdur enn.

Eru þá þeir sem ekki eru umskornir útskúfaðir ? Að vera upprættur úr þjóð sinni er það að vera líflátinn ?

Það er skemmst frá að segja að þegar þeir félagar drottinn og Abraham höfðu gert með sér þennan sáttmála, byrjaði Abraham að umskera alla karlmenn unga og gamla afkomendur sem keypta þræla og síðast sjálfan sig. Hann var þá 99 ára gamall og Ísmael sonur hans 13 ára.

Nú segir drottinn við Abraham. “Þú skalt ekki kalla konu þína Saraí heldur Sara. Ég læt útbúa nýtt vegabréf fyrir hana svo hún geti ferðast um alla jörðina því hún á að verða móðir heilla þjóða.” “Hvernig má það nú vera ef hún er geld?” Ekki vissum við að nýtt vegabréf reddaði því.” ” Ég læt líka breyta skráningunni í þjóðskránni.” ” Ekki lagast neitt við það segir Abraham.” “Hættu þessu nöldri segir Guð.”

Hagar eða Sara það getur mislagst eða eitthvað svoleiðis þegar skráningin er gerð. Það má leiða að því líkum að drottinn hafi hugsað sér að falsa skráningu afkomenda Hagar, og láta sem að þeir væru afkomendur Söru. Svo eru menn að hneigslast út í smá hliðrun á sannleikanum hjá bankamönnum sem lugu og prettuðu meira eða minna alla íslendinga hér um árið.